Um Mig
Á mörgum heimilum er eldhúsið hjartað og margir verja miklum tíma þar. Ég er ein af þeim. Hvort sem það er að elda eitthvað ljúffengt, borða eitthvað gómsætt eða baka eitthvað krúttlegt - ein eða með krökkunum þá líður mér alltaf mjög vel þar.
Ég er menntaður matreiðslumeistari, stofnandi og eigandi nokkurra vinsæla veitingastaða í Reykjavík. Ég byrjaði í veitingahúsabransanum árið 1999 og hef mikla reynslu þar enda að verða næstum komin 24 ár. Að hugsa sér 😀
Ég hef gert uppskriftir og rétti fyrir veitingahúsin mín, gefið út matreiðslubækur, gert sjónvarpsseríur, verið í kokkalandsliðinu, keppt á ólympíuleikunum og heimsmeistaramótinu í matreiðslu, ferðast um heiminn og borðað á allskonar veitingastöðum tengdum vinnunni og sjónvarpsþáttagerð. Kynnst í leiðinni allskonar mat og matarmenningu, stíliserað fyrir auglýsingar, gert uppskriftir fyrir fjöldan allan af blöðum og tímaritum en því miður hef verið léleg að halda utan um allt efnið. Vonandi lagast það með þessari síðu þar sem mig langar að setja hér inn mínar uppáhalds uppskriftir. Það ætla ég líka að gera smátt og smátt svo fylgist vel með á instagraminu mínu og Facebook því þar mun ég pósta þegar ný færsla kemur.
Hlakka til að deila þessu með ykkur ❤️
Kær kveðja
Hrefna Sætran