Kóreskt hakk

Þetta er sá réttur á mínu heimili sem við eldum oftast. Tekur engan tíma að gera og græja og við eigum oftast allt til í hann.

  • 1 bakki hakk
  • 1 tsk engifer krydd
  • 1 tsk chili flögur
  • 2 cm engiferrót 
  • 3 hvítlauksrif
  • 3 msk púðursykur
  • 4 msk sojasósa
  • 1 tsk svartur pipar
  • 2 msk sesafræ
  • 1 msk sesamolía 

Hitaðu pönnu og settu smá olíu á hana. Steiktu hakkið við meðal hita. Bættu engifer kryddi og chili flögum út á. Rífðu engiferrótina og hvítlaukinn niður og bættu því út í. Bættu svo púðursykrinum og sojasósunni út í og leyfðu því að sjóða aðeins svo það þykkni. Kryddaðu svo með svörtum pipar. Settu sesamfræin og sesamolíuna út á í lokin og svo fínt skorinn vorlauk yfir. Mér finnst best að borða hrísgrjón og salat með þessu.

Til baka