Grafinn Lax

Grafinn lax

 

Ristað brauð… graflaxasósa… grafinn lax… NAMM ég slefa! Grafinn lax er algjört uppáhald hjá mér um jólin. Eftir því sem ég eldist finnst mér smá erfiðara að verða spennt. Kannski útaf því að hlutirnir eru aðgengilegri núna en þegar maður var yngri. Ég setti mér reglu í fyrra. Ég má ekki byrja að borða grafinn lax fyrr en á aðfangadag og ég var spennt allan desember að fá loksins graflaxinn minn og vá hvað hann var góður. Þetta eru þrjár mismunandi uppskriftir sem ég hef verið að vinna með undanfarin ár. Ég nota að sjálfsögðu bara lax úr landeldi. 

 

Sítrusgrafinn lax


2 dl gróft salt

2 dl sykur

1 msk kóríander fræ

2 msk dill

1 stk rautt grape

1 stk lime

2 stk mandarínur


Blandaðu saman saltinu og sykrinum. Kremdu korianderfræin létt í morteli og bættu þeim út í ásamt dillinu. Settu 1/3 af blöndunni í fat og dreyfðu vel úr því, leggðu laxinn ofan á með roðhliðina niður. Settu svo afganginn af saltblöndunni yfir. Skerðu sítrusávextina í þunnar sneiðar og raðaðu yfir. Geymdu inni í ískáp í 1-3 sólahringa. Fer eftir því hversu stórt laxaflakið er og hversu mikið grafið þú vilt hafa það. Ég er sjálf með þetta í 2 sólahringa núna í ár á frekar þykku flaki.


 🌶 Engiferöl og chili grafinn lax 🌶


2 dl gróft salt

1 dl púðursykur

1 dl sykur

3 msk dill

1 stk habanero chili eða bara chili sem þú fýlar í styrk og bragði

1 flaska engiferöl


Blandaðu saman saltinu, sykrinum og dillinu. Settu 1/3 af blöndunni í fat og dreyfðu vel úr því, leggðu laxinn ofan á með roðhliðina niður. Settu svo afganginn af saltblöndunni yfir. Skerðu chili-ið fínt niður og raðaðu ofan á. Helltu svo engiferölinu yfir og geymdu inni í ísskáp í 1-3 sólahringa.

 

 

Lakkrísgrafinn lax

*Það er enginn lakkrís í þessari uppskrift en ég nota krydd sem er lakkrísbragð af.

 

2 dl gróft salt

1 dl púðursykur

1 dl sykur

10 stk kardimommur

2 msk fennel fræ

6 stk stjörnuanis

1 msk dill

 

Blandaðu saman saltinu og sykrinum í skál. Kremdu kardimommurnar í morteli og bættu þeim út í ásamt fennelfræjunum. Settu 1/3 af blöndunni í fat og dreyfðu vel úr því, leggðu laxinn ofan á með roðhliðina niður. Settu svo afganginn af saltblöndunni yfir ásamt stjörnuanisinum.

Til baka